Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Greinar

Fáðu sendar mánaðarlegt fréttabréf í pósthólfið þitt.

Skrifað þann

Viska fjárfestir í bálkakeðjuverkefni CCP

Það er okkur mikil ánægja að segja frá því að Viska rafmyntasjóður er einn af fáum aðilum sem fékk tækifæri til að fjárfesta í nýju bálkakeðjuverkefni tölvuleikjaframleiðandans CCP.

Skrifað þann

Fidelity opnar á rafmyntakaup fyrir almenning

Áfram berast fregnir af stórum stofnanafjárfestum að láta til sín taka í rafmyntageiranum. Fidelity Investments hefur opnað á aðgang fyrir almenna fjárfesta til að kaupa Bitcoin og Ether þóknanalaust.

Skrifað þann

Stefnubreyting hjá FED – Peningaprentun komin á fullt

Uppfærðar tölur um stöðu efnahagsreiknings seðlabanka Bandaríkjanna (FED) voru birtar í gær. Óhætt er að segja að hægt sé að merkja mikla stefnubreytingu bankans þegar tölurnar eru skoðaðar.

Skrifað þann

Ísland í dag: Bankar lækka, Bitcoin hækkar

Ísland í dag kom í heimsókn í höfuðstöðvar Visku í Skógarhlíð á mánudaginn. Snorri Másson spjallaði við Daða Kristjánsson framkvæmdastjóra Visku um það sem gengið hefur á síðustu daga.

Skrifað þann

Samsung Asset Management stofnar Bitcoin Futures sjóð

Þann 13. janúar síðastliðinn var Bitcoin sjóður settur á laggirnar í Hong Kong á vegum Samsung Asset Management . Um er að ræða svokallaðan Bitcoin Futures ETF en slíkir Futures samningar eru gefnir út af bandaríska fyrirtækinu CME Group. Samsung Asset Management er eitt stærsta eignarstýringarfyrirtækið í Asíu og heyrir undir Samsung Life Insurance og er hluti af hinni risastóru Samsung samsteypu frá Suður-Kóreu.

Skrifað þann

Sjóður BlackRock bætir Bitcoin við fjárfestingarheimildir

Stærsti eignastýringaraðili í heimi, BlackRock, hefur uppfært fjárfestingastefnu í sínum þekktasta fjárfestingasjóði sem hefur nú heimildir að fjárfesta í Bitcoin.

Skrifað þann

Nomura leggur aukna áherslu á rafmyntir

Japanska fjármálastofnunin Nomura stofnaði nýtt félag utan um starfsemi með rafmyntir í september. Nomura er geysilega stór og gamalgróin fjármálastofnun sem á rætur að rekja til ársins 1925.

Skrifað þann

Goldman Sachs hyggst fjárfesta í rafmyntafyrirtækjum

Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hyggst fjárfesta í fyrirtækjum í rafmyntageiranum fyrir tugi milljóna dollara á næstunni. Bankinn sér tækifæri á markaðnum eftir fall FTX rafmyntakauphallarinnar sem hefur haft þau áhrif að verðmat fyrirtækja í geiranum hefur lækkað.

Skrifað þann

Forstjóri BlackRock: Verðbréfamarkaðurinn verður táknvæddur

Larry Fink forstjóri BlackRock segir að næsta kynslóð fyrir markaði og verðbréf verði táknvæðing (e. tokenization) verðbréfa. Þetta eru stór orð komandi frá forstjóra eins stærsta eignarstýringarfyrirtækis í heimi sem er með um 10 trillion dollara í stýringu.

Skrifað þann

81% fagfjárfesta telja rafmyntir eiga heima í eignasöfnum samkvæmt Fidelity

Í október birtist glæný rannsókn Fidelity, eins stærsta eignastýringar- og vörsluaðila í heimi, um aðkomu stofnanafjárfesta á rafmyntum í eignasöfnum. Í rannsókninni bar hæst að 81% svarenda töldu rafmyntir eiga að vera hluti af eignasöfnum (hlutfallið var 86% hjá evrópskum svarendum).

Skrifað þann

Ethereum hækkar 16,5% á tveimur dögum

Nú eru liðnar um 6 vikur frá Ethereum uppfærslunni og fram að þessu hefur nýmyndun verið mun minni en gert var ráð fyrir. Núna í lok október hafa orðið til um 1.200 nýjar einingar (1,8M usd) í Ethereum kerfinu en hefði ella orðið til yfir 500.000 einingar (773M usd). Nýmyndun hefur því minnkað um 99% í stað 90%! Með öðrum orðum er verðbólgan í kerfinu lítil sem enginn í dag.

Skrifað þann

Seðlabankar heimsins í kröppum dansi

September er búinn að skrá nafn sitt í sögubækurnar á fjármálamörkuðum. Á aðeins örfáum dögum hafa tveir af stærstu seðlabönkum heimsins gripið inn í markaði til að bregðast við miklum óróa sem nú ríkir. Miklar hreyfingar hafa verið á gjaldeyrismörkuðum á árinu þar sem flestir gjaldmiðlar heims hafa fallið töluvert í virði gagnvart Bandaríkjadal (USD).

Skrifað þann

Mastercard brúar rafmyntakaup fyrir fjármálafyrirtæki

Aðgengi bæði almennings og stofnanafjárfesta að rafmyntamarkaðnum er sífellt að aukast samhliða því að fleiri hefðbundin fyrirtæki eru að stíga inn í heim rafmyntanna. Í byrjun vikunnar tilkynnti Mastercard um nýja þjónustuleið þar sem almenningur mun geta keypt og selt rafmyntir beint í gegnum hefðbundinn bankareikning.

Skrifað þann

Elsti banki Bandaríkjanna varslar nú rafmyntir

Það hefur borið á því undanfarna mánuði að stofnanafjárfestar og fjármálafyrirtæki kynni inngöngu sína inn í rafmyntageirann. Nýjasta dæmið um það er að Bank of New York Mellon (BNY Mellon) tilkynnti að bankinn gæti nú varslað rafmyntirnar Bitcoin og Ether fyrir sína viðskiptavini.

Skrifað þann

Bylgjan - Rafmyntir kostur til að dreifa fjárfestingum

Daði Kristjánsson framkvæmdastjóri Visku fór á dögunum á Bylgjuna þar sem hann ræddi við Heimi Karls og Gulla Helga um fjármálamarkaði og rafmyntir.

Skrifað þann

Don‘t fight the FED

Einn stærsti áhrifavaldur á fjármálamörkuðum er seljanleiki (e. liquidity). Rafmyntamarkaðurinn er engin undantekning. Seðlabankar hafa gríðarlega mikil áhrif á seljanleika í kerfinu og nota aðferðir eins og magnbundna íhlutun sem er jafnan kallað QE (Quantitative Easing) þegar verið er að auka seljanleika og QT (Quantitative Tightening) þegar dregið er úr seljanleika.

Skrifað þann

Ethereum uppfærslan – Einn stærsti atburður í sögu rafmynta

Stærsti viðburður í rafmyntaheiminum til marga ára mun eiga sér stað í nótt. Um er að ræða uppfærsluna á Ethereum þegar kerfið undirgengst breytingu á færslustaðfestingu með því að færa sig úr sannreyningu með vinnu (e. Proof of Work) yfir í sannreyningu með eignarhlut (e. Proof of Stake).

Skrifað þann

Rafmyntamarkaðurinn ræddur í Fjármálakastinu

Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri Visku, fór í viðtal í hlaðvarpsþættinum Fjármálakastið. Daði ræddi um rafmyntir og vegferð hans inn í þennan áhugaverða heim sem leiddi til stofnunar Visku Digital Assets.

Skrifað þann

Bylgjan - Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Bylgjan fékk hann Kristján Inga Mikalesson, einn af stofnendum Visku í viðtal til að ræða stöðu rafmyntamarkaða ásamt því að segja hlustendum meira um Visku rafmyntasjóð.

Skrifað þann

Markaðurinn - Seg­ir að inn­leið­ing raf­mynt­a sé mun hrað­ar­i held­ur en int­er­nets­ins

Einn af stofnendum rafmyntasjóðsins Viska Digital Assets segir að rafmyntir verði sá eignaflokkur sem verði hvað mest vaxandi á næstu árum. Hann segist vonast eftir að skýru regluverki verði komið á í kringum þennan eignaflokk. Viska Digital Assets er nýtt félag sem leggur áherslu á fjárfestingar í rafmyntum og er fyrsti fagfjárfestasjóðurinn sem sérhæfir sig í rafmyntum á Íslandi.

Skrifað þann

Viska rafmyntasjóður lýkur 500 milljóna króna fjármögnun

Viska Digital Assets, nýtt félag sem leggur áherslu á fjárfestingar í rafmyntum, hefur gengið frá 500 milljóna króna fjármögnun á fyrsta sjóði félagsins. Hann er jafnframt fyrsti íslenski fagfjárfestasjóðurinn sem sérhæfir sig í rafmyntum og Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Visku, segir í samtali við Innherja að miklar lækkanir á mörkuðum hafi skapað tækifæri sem teymið á bak við Visku sé tilbúið að grípa.

Skrifað þann

Fundur um framtíð rafmynta hjá KPMG

Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri Visku Digital Assets var með framsögu á fundardegi KPMG um framtíð rafmynta. Á fundinum fjölluðu þau Sigurvin Sigurjónsson og Björg Anna Kristinsdóttir frá KPMG ásamt þeim Gísla Kristjánssyni frá Monerium og Daða Kristjánssyni frá Viska Digital Assets um rafmyntir frá ýmsum sjónarhornum.

Skrifað þann

Viðtal við Kristján Inga Mikaelsson um stöðu rafmyntamarkaða

Miklar verðhreyfingar hafa verið á mörkuðum undanfarnar vikur. Kristján Ingi Mikaelsson, einn af eigendum Visku Digital Assets fór í viðtal á Bylgjunni og ræddi um stöðu markaða.

Skrifað þann

Viska Digital Assets ehf. skráð sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands skráði Visku Digital Assets ehf. sem rekstraraðila sérhæfðra sjóða hinn 1. júní 2022, sbr. 7. gr. laga nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Í skráningunni felst heimild rekstraraðila til að reka sérhæfða sjóði að því gefnu að verðmæti heildareigna í rekstri aðila fari ekki umfram þau mörk sem kveðið er á um í 1. mgr. 6. gr. laga nr. 45/2020.

Skrifað þann

Rafmyntir sem fjárfestingakostur

Fyrir aldamótin átti sér stað ein mesta bylting seinni tíma þegar internetið leit dagsins ljós fyrir almenningi. Internetið gjörbreytti upplýsingamiðlun og samskiptum okkar til framtíðar. Í dag stöndum við frammi fyrir annarri byltingu með tilkomu bálkakeðjutækni. Á sama hátt og internetið breytti upplýsingamiðlun og samskiptum þá mun bálkakeðjutæknin gjörbylta skráningu og umsýslu verðmæta. 

Skrifað þann

Bitcoin sækir fram

Bitcoin hefur náð nýjum hæðum. Greinendur telja að rafmyntin eiga inni hækkun í skjóli óvissu og aukins peningamagns.

Skrifað þann

Bitcoin aldrei verðmætara - Nær nýjum toppi á tólf ára afmælinu

Rétt í þessu rauf bitcoin 14.100 Bandaríkjadala múrinn og náði þar af leiðandi hæsta verðgildi sínu frá upphafi tíma mælt í íslenskum krónum.

Skrifað þann

Sprenging í dreifðri fjármálaþjónustu

Undanfarna mánuði hefur verið veldisvöxtur á bundnum fjármunum í dreifðum fjármálaþjónustum. Í dag eru tæplega níu milljarðar Bandaríkjadala bundnir í þessum lausnum sem leysa af hólmi marga miðlæga þjónustuliði sem bankar og önnur fjármálafyrirtæki bjóða upp á. Tvo daga í ágúst var veltan á „dreifðri kauphöll“ meiri en á stærsta rafmyntamarkaði Bandaríkjanna.

Skrifað þann

Bítið á Bylgjunni - Bitcoin aldrei verðmætara

Kristján Ingi Mikaelsson kíkti í Bítið á Bylgjunni til að ræða helmingunina, sókn Monerium og opnun Myntkaup.is sem er nýr skiptimarkaður með rafmyntir á Íslandi.

Skrifað þann

Nýmyndun Bitcoin helmingast á þriðjudaginn

Óvissan er mikil, en jarðvegurinn fyrir Bitcoin hefur aldrei verið jafn frjór. Eftir því sem horfur hagkerfisins versna, sækja fjárfestar í meira öryggi.

Skrifað þann

Rafeyrir á bálkakeðju hlýtur styrk Rannís

Fyrirtækið Monerium, sem gefur út rafeyri á bálkakeðjum fékk í dag styrk frá Rannís til frekari uppbyggingar. Um er að ræða styrk í flokknum vöxtur, sem er stærsta styrkúthlutun sjóðsins. Rafmyntaráð óskar Monerium innilega til hamingju með þessar góðu fréttir.

Skrifað þann

Stærsti viðburður í Bitcoin sögunni endurtekur sig

Þann 12. maí næstkomandi mun Bitcoin helmingunin (e. Bitcoin halving) eiga sér stað. Um er að ræða viðburð sem á sér stað á fjögurra ára fresti en hann hefur margvísleg áhrif á Bitcoin hagkerfið. Við skulum rekja hversu mikilvægur viðburðurinn er og hvað hann raunverulega þýðir.

Skrifað þann

Uppgjör Silk Road markaðarins skilar ríkinu 355 milljónum

Á dögunum staðfesti dómsmálaráðherra að Íslenska ríkið fengi 355 milljóna króna ávinning vegna aðkomu að svokölluðu Silk Road máli. Er þetta þarft fé sem verður lagt til í sérstakan löggæslusjóð til að efla löggæslu í landinu og tækjabúnað lögreglu. En hvert var umfang Silk Road og hvaðan kemur þetta fé?

Skrifað þann

Bitcoin, bólan endalausa?

Rafmyntin Bitcoin er á allra vörum og margir hafa sínar efasemdir um ágæti hennar. Sem dæmi hefur rafmyntinni verið líkt við bólu þar sem spákaupmenn keyra upp verðið í hagnaðarskyni til að „selja meiri flónum sem kaupa síðar“. Er Bitcoin orðið að eignarflokki og á þessi gagnrýni rétt á sér?

Skrifað þann

Viðsnúningur í viðhorfi til rafmynta

Á undanförnum mánuðum hefur átt sér stað breyting í viðhorfi til rafmynta. Nágrannalöndin sem við kennum okkur við hafa í auknum mæli sett regluverk sem styrkir stoðir nýsköpunar- og fjártæknifyrirtækja. Á Íslandi ríkir enn lagaleg óvissa um rafmyntir sem gerir sprotafyrirtækjum og framsæknum íslenskum fyrirtækjum erfitt fyrir.

Skrifað þann

Bitcoin gefur og Bitcoin tekur

Í viðtali við Viðskiptablaðið árið 2018 fjallaði Kristján Ingi Mikaelsson um hversu hvikul rafmyntin Bitcoin er og hvað ber að varast. Mikilvægt sé að horfa á þennan unga eignaflokk yfir langt tímabil.

Skrifað þann

Tíu ára afmæli Bitcoin

Í dag eru 10 ár liðin frá því að rafmyntin Bitcoin leit dagsins ljós, en það var huldumaðurinn Satoshi Nakomoto sem fann hana upp þann 31. október 2008. Ástæða fyrir uppfinningunni er sú að að Satoshi taldi hornsteina greiðslukerfisins vanhugsaða eins og kom í ljós í hruninu sama ár.