Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

Larry Fink: Bitcoin er stafrænt gull og alþjóðleg eign


Larry Fink, forstjóri BlackRock, var í viðtali á FOX News sjónvarpsstöðinni þann 5. júlí þar sem aðal umræðuefnið var Bitcoin og rafmyntamarkaðurinn. Þar segir hann berum orðum að rafmyntamarkaðir séu ígildi stafræns gulls og sé valmöguleiki fyrir fjárfesta m.a. gegn verðfalli fiat gjaldmiðla.

Þá sagði hann að Bitcoin væri alþjóðleg eign og væri raunverulegur fjárfestingarmöguleiki fyrir fjárfesta í dag sem vilja fjárfesta í öðrum en hefðbundnum eignaflokkum. Þá ræddi hann um mikilvægi þess að auka aðgengi almennings að rafmyntum, auka seljanleika og draga úr viðskiptakostnaði.

Að okkar mati er þetta gríðarlega áhrifaríkt viðtal þar sem æðsti maður stærsta eignastýringaaðila heims talar þeim hætti að rafmyntir eigi án vafa að skipa sér sess samhliða öðrum eignaflokkum. BlackRock hefur bæði verið leiðandi aðili í straumum og stefnum í fjárfestingarheiminum auk þess að vera strategískur ráðgjafi bandaríska fjármálaráðuneytisins við mótum á fjármálamörkuðum. Við mælum með að allir hlusti á þetta áhugaverða viðtal við Larry Fink sem finna má í hlekk hér að neðan:

https://www.youtube.com/watch?v=cX4FvW_Ph_s


Höfundur
Daði KristjánssonFramkvæmdastjóri - Meðstofnandi