Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

Markaðurinn - Seg­ir að inn­leið­ing raf­mynt­a sé mun hrað­ar­i held­ur en int­er­nets­ins


Greinin birtist fyrst í prenti í Fréttablaðinu þann 20. júlí, en hægt er að lesa vefútgáfuna á vef Markaðarins.

Einn af stofnendum rafmyntasjóðsins Viska Digital Assets segir að rafmyntir verði sá eignaflokkur sem verði hvað mest vaxandi á næstu árum. Hann segist vonast eftir að skýru regluverki verði komið á í kringum þennan eignaflokk.

Viska Digital Assets er nýtt félag sem leggur áherslu á fjárfestingar í rafmyntum og er fyrsti fagfjárfestasjóðurinn sem sérhæfir sig í rafmyntum á Íslandi.

Daði Kristjánsson, einn af stofnendum Visku Digital Assets, segist hafa þá sýn að rafmyntir verði sá eignaflokkur sem verði mest vaxandi á næstu árum. Daði starfaði á fjármálamarkaði í um 15 ár, nú síðast hjá Fossum, og tók nýlega þá ákvörðun að stofna rafmyntasjóð.„Þetta var mjög erfið ákvörðun. Mér leið vel hjá Fossum og margir spennandi hlutir eru að gerast á þeim vettvangi. En eftir að hafa legið yfir þessum eignaflokki sem rafmyntir eru þá fannst mér svo mikil tækifæri liggja þar að ég gat ekki lengur setið á mér með það,“ segir Daði og bætir við að hann telji að sú gerjun sem eigi sér stað í rafmyntaheiminum nú sé sambærileg og átti sér stað þegar internetið var að ryðja sér til rúms.

Sjá nánar á vef Markaðarins.


Höfundur
Guðlaugur Steinarr GíslasonFjárfestingastjóri - Stjórnarmaður - Meðstofnandi