Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

Viska fjárfestir í bálkakeðjuverkefni CCP


Það er okkur mikil ánægja að segja frá því að Viska rafmyntasjóður er einn af fáum aðilum sem fékk tækifæri til að fjárfesta í nýju bálkakeðjuverkefni tölvuleikjaframleiðandans CCP.

CCP þarf vart að kynna fyrir Íslendingum en um er að ræða einn farsælasta tölvuleikjaframleiðanda heims. CCP er framleiðandi hins sívinsæla tölvuleiks EVE Online sem er svokallaður MMO leikur (e. Massively Multiplayer Online game) og var fyrst gefin út árið 2003.

CCP tilkynnti í gær að félagið hefði tryggt sér 40m dollara fjármögnun til þróunar á nýjum tölvuleik (e. Seed round). Fjármögnun tölvuleiksins er leidd af Andreessen Horowitz (a16z) sem hefur verið einn umfangsmesti fjárfestir heims í nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum síðastliðna áratugi. Það er mikil viðurkenning fyrir Visku að fjárfesta samhliða einum fremsta vísisfjárfesti heims í þessu verkefni.

Nýi tölvuleikurinn mun sameina 25 ára reynslu CCP af leikjahönnun og því nýjasta í bálkakeðjutækni til að gera nýja og spennandi hluti fyrir spilara leiksins. Leikurinn verður jafnframt innan EVE alheimsins.

Ekki er hægt að deila nánari upplýsingum á þessum tímapunkti en frekari upplýsingar verða opinberaðar á komandi mánuðum. Hægt verður að fylgjast með verkefninu hér: https://www.projectawakening.io/

Það er virkilega jákvætt að sjá rótgróið tæknifyrirtæki eins og CCP sjá hag sinn í að innleiða bálkakeðjutækni í sína þróun. Þetta verkefni mun að okkar mati fá gríðarlega athygli um allan heim enda er þetta í fyrsta skipti sem leiðandi tölvuleikjaframleiðandi á heimsvísu hyggst nýta bálkakeðjutæknina með þessum hætti í tölvuleik sínum.

Frétt á heimasíðu CCP um málið má lesa hér.

Andreessen Horowitz fjallaði um fjárfestingu félagsins í verkefninu sem lesa má hér.


Höfundur
Daði KristjánssonFramkvæmdastjóri - Meðstofnandi