Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

Þátttaka fjármálastofnana í rafmyntageiranum


Bitwise er bandarískt eignarstýringarfyrirtæki sem leggur áherslu á rafmyntir. Félagið birti áhugaverða skýrslu nýverið sem sýnir tölfræði og staðreyndir um rafmyntageirann. 

Hefðbundnar fjármálastofnanir eru að leggja sífellt meiri áherslu á rafmyntageirann í sinni starfsemi og í skýrslunni má finna áhugaverða töflu yfir hvaða þjónustu fyrirtækin eru farin að bjóða upp á fyrir sína viðskiptavini. 

Þátttaka fjármálastofnana í rafmyntageiranum (Heimild: Bitwise)

Í töflunni má finna margar af þekktustu fjármálastofnunum heims og það er athyglisvert að sjá að flestar þeirra eru þegar farnar að bjóða upp á viðskipti og vörslu rafmynta. Það bendir margt til þess að þessi þróun sé bara rétt að byrja. Viska telur að fyrirtækin í töflunni munu auka enn frekar við þjónustu sína á þessu sviði en einnig munu fjármálafyrirtæki sem enn hafa ekki stigið skrefið í þessa átt koma inn í geirann á komandi misserum. Með auknu aðgengi er hægt að sjá fyrir sér aukið innflæði í kjölfarið 

Skýrslu Bitwise má finna hér


Höfundur
Guðlaugur Steinarr GíslasonFjárfestingastjóri - Meðstofnandi