Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

Société Générale gefur út stöðuleikamynt í Evru


Franski bankinn Société Générale tilkynnti í vikunni áætlanir sínar um útgáfu stöðuleikamyntar í Evru og nefnist hún EURCV. Stöðugleikamyntir eru rafmyntir á bálkakeðjum sem eru festar við gengi hefðbundinna gjaldmiðla og varslar útgefandi rafmyntarinnar gjaldmiðla á móti. EURCV er byggð á Ethereum bálkakeðjunni og mun því ganga kaupum og sölum á þeirri bálkakeðju. Flestar stöðuleikamyntir til þessa hafa verið byggðar á Bandaríkjadollar en stöðugleikamyntir sinna mikilvægu hlutverki innan til að stunda skilvirk viðskipti á bálkakeðjum. Hægt er að eiga þessi viðskipti allan sólahringinn alla daga ársins og senda hvert sem er í heiminum á fáeinum mínútum. Þetta er stór áfangi þar sem um er að ræða fyrsta alþjóðlega viðskiptabankann í heiminum sem gefur út stöðugleikamynt í Evru. Bankinn, sem er einn elsti og virtasti banki Frakklands, er nú þegar búin að gera samning við Bitstamp rafmyntakauphöllina um að taka myntina til viðskipta. Samkvæmt bankanum er þetta liður í því að tengja saman rafmyntageirann og hefðbundna fjármálamarkaði.

Société Générale starfrækir sérstakt dótturfélag, SG Forge, sem sérhæfir sig í þjónustu á sviði rafmynta og bálkakeðjutækni. Félagið hefur m.a. unnið að táknvæðingu (e. tokanization) verðbréfa og fleiri verkefnum sem nýta sér bálkakeðjutækni. Það má því segja að Société Générale sé að stíga stór skref í framþróun fjármálageirans þar sem rafmyntir og bálkakeðjur munu gegna veigamiklu hlutverki. Það er því til mikils að vinna að ná að tengja saman rafmyntageirann við hefðbundna fjármálamarkaði til að auka skilvirkni viðskipta og fjármagnshreyfinga og draga samhliða úr viðskiptakostnaði.


Höfundur
Guðlaugur Steinarr GíslasonFjárfestingastjóri - Meðstofnandi