Rafmyntasjóður

fyrir fagfjárfesta

Viska rafmyntasjóður er fyrsti sérhæfði rafmyntasjóðurinn á Íslandi.

Skrifað þann

Mastercard brúar rafmyntakaup fyrir fjármálafyrirtæki


Aðgengi bæði almennings og stofnanafjárfesta að rafmyntamarkaðnum er sífellt að aukast samhliða því að fleiri hefðbundin fyrirtæki eru að stíga inn í heim rafmyntanna.

Í byrjun vikunnar tilkynnti Mastercard um nýja þjónustuleið þar sem almenningur mun geta keypt og selt rafmyntir beint í gegnum hefðbundinn bankareikning. Þessi þjónusta Mastercard verður veitt í samstarfi við Paxos sem er bandarísk fjármálastofnun sem leggur mikla áherslu á bálkakeðjutækni.

Hefðbundin fjármálafyrirtæki geta með þessu boðið viðskiptavinum sínum upp á að kaupa og varsla rafmyntir án þess þó að þessi fjármálafyrirtæki þurfi að hafa innviðina sem þarf til að veita þessa þjónustu. Mastercard og Paxos tryggja að lög og reglur séu uppfyllt og sjá jafnframt um að tryggja öryggi er varðar viðskipti og vörslu rafmyntanna.

Þessi nýja þjónustuleið kallast „Crypto Source“ og mun fyrst um sinn vera í boði í Bandaríkjunum, Ísrael og Brasilíu. Undanfarin ár hefur áhugi banka á að stíga inn í rafmyntageirann verið að aukast sökum aukinnar eftirspurnar frá viðskiptavinum. Bankar hafa þó margir hverjir haldið sig til hlés hingað til, m.a. vegna tæknilegs flækjustigs enda þarf að breyta grunninnviðum til þess að geta sýslað með rafmyntir.

„Að geta keypt rafmyntir frá þínum eigin banka þar sem þú ert með þinn bankareikning er mjög þarft og eitthvað sem viðskiptavinir vilja“ sagði Ajay Bhalla, forseti stafrænna innviða hjá Mastercard í frétt Bloomberg um málið.

Hægt er að lesa nánar um málið í tilkynningu Mastercard um málið og umfjöllum Bloomberg og CNBC.


Höfundur
Kristján Ingi MikaelssonFjárfestingar - Meðstofnandi