Sagan mín

Daði Kristjánsson

Daði Kristjánsson
Mynd eftir Viska Digital Assets

Framkvæmdastjóri - Meðstofnandi

Daði er framkvæmdastjóri Visku Digital Assets ehf. og einn af eigendum félagsins. Daði hefur 15 ára reynslu af störfum á fjármálamarkaði og hefur lengst af starfað á sviði markaðsviðskipta, nú síðast hjá Fossum mörkuðum hf. þar sem hann var jafnframt einn af eigendum félagsins.

Áður en Daði gekk til liðs við Fossa markaði hf. starfaði hann í markaðsviðskiptum Arctica Finance hf. frá árinu 2015. Daði starfaði hjá H.F. Verðbréfum hf. frá 2010 til 2015 þar sem hann var forstöðumaður markaðsviðskipta og síðar framkvæmdastjóri félagsins. Þar áður starfaði Daði í gjaldeyris- og afleiðumiðlun Icebank á tímabilinu 2007 til 2009.

Daði er með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði og M.Sc. gráðu í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Nýlegar greinar

MiCA regluverkið samþykkt – jákvætt skref fyrir rafmyntir

Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti núna í maí nýtt alhliða regluverk um rafmyntir sem mun verða að lögum í Evrópu og tekur gildi árið 2024. Um er að ræða stórt skref í þeirri vegferð að koma á heildstæðu regluverki um rafmyntastarfsemi eins og a...

Bylgjan - Er Bitcoin góður fjárfestingarkostur?

Kristján Ingi Mikaelsson var í viðtali á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi við Heimi Karls og Gulla Helga um mikla uppsveiflu Bitcoin á árinu.

Viska fjárfestir í bálkakeðjuverkefni CCP

Það er okkur mikil ánægja að segja frá því að Viska rafmyntasjóður er einn af fáum aðilum sem fékk tækifæri til að fjárfesta í nýju bálkakeðjuverkefni tölvuleikjaframleiðandans CCP.

Fidelity opnar á rafmyntakaup fyrir almenning

Áfram berast fregnir af stórum stofnanafjárfestum að láta til sín taka í rafmyntageiranum. Fidelity Investments hefur opnað á aðgang fyrir almenna fjárfesta til að kaupa Bitcoin og Ether þóknanalaust.

Stefnubreyting hjá FED – Peningaprentun komin á fullt

Uppfærðar tölur um stöðu efnahagsreiknings seðlabanka Bandaríkjanna (FED) voru birtar í gær. Óhætt er að segja að hægt sé að merkja mikla stefnubreytingu bankans þegar tölurnar eru skoðaðar.

Samsung Asset Management stofnar Bitcoin Futures sjóð

Þann 13. janúar síðastliðinn var Bitcoin sjóður settur á laggirnar í Hong Kong á vegum Samsung Asset Management . Um er að ræða svokallaðan Bitcoin Futures ETF en slíkir Futures samningar eru gefnir út af bandaríska fyrirtækinu CME Group. Samsung Ass...