Sagan mín

Guðlaugur Steinarr Gíslason

Guðlaugur Steinarr Gíslason
Mynd eftir Viska Digital Assets

Fjárfestingastjóri - Stjórnarmaður - Meðstofnandi

Guðlaugur er einn af eigendum Visku Digital Assets ehf. og hefur yfir 15 ára reynslu af fjármálamörkuðum. Guðlaugur hefur sinnt fjárfestingum á rafmyntamörkuðum í fjölda ára og einnig fjárfest á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum. 

Áður starfaði Guðlaugur í markaðsviðskiptum í Arctica Finance, í eigin viðskiptum Exista hf og í fjárstýringu hjá Brim hf. Hann hefur auk þess að sinnt aukakennslu í Alþjóðafjármálum við Háskólann í Reykjavík. Guðlaugur hefur lokið M.Sc í fjármálahagfræði við Háskóla Íslands og prófi í verðbréfaviðskiptum. 

Guðlaugur mikill áhugamaður um alþjóðlega fjármálamarkaði, peningafræði og tækniþróun á því sviði. Þá hefur hann ritað greinar m.a. um fjárfestingar í rafmyntum. 

Nýlegar greinar

Skuldaþakið og áhrif á markaði

Mikil umræða hefur átt sér stað um skuldaþak bandaríska ríkisins en skuldaþakið er sú upphæð sem bandaríska ríkið má skulda lögum samkvæmt. Nú er hins vegar staðan sú að ekki er hægt að gefa út frekari skuldir þar sem ríkið er komið í upp í skuldaþak...

Kína og Hong Kong stíga inn í rafmyntaheiminn á ný

Sífellt fleiri lönd í heiminum eru farin að sjá tækifæri í þeirri miklu uppbyggingu sem á sér stað í rafmyntageiranum. Mörg þeirra eru farin að reyna að laða til sín fyrirtæki sem leggja áherslu á þessa nýju tækni. Þessari þróun er oft líkt við uppvö...

Bitcoin fær aukna athygli í bankakrísu  

Núverandi bankakrísa í Bandaríkjunum virðist enn vera í fullum gangi og á þessum tíma er óljóst hvernig endalok hennar muni spilast út. Líklega verður þörf á enn frekari inngripum yfirvalda til að sporna við áframhaldandi áhlaupi á minni banka í Band...

Stærsta uppfærsla ársins á Ethereum

Shanghai uppfærslan átti sér stað á Ethereum bálkakeðjunni 12. apríl síðastliðinn. Um er að ræða fyrstu stóru uppfærsluna á Ethererum eftir að sannreyning með námuvinnslu (e. mining) fyrir færslustaðfestingu var hætt og við tók svokallað „staking“ um...

Inngrip seðlabanka - eru einhver takmörk?

Í þessari grein verður fjallað stuttlega um stöðu erlendra seðlabanka. Þrátt fyrir að hér sé ekki verið að lýsa núverandi stöðu hér á landi eru Íslendingar auðvitað ekki ókunnugir inngripum yfirvalda inn í bankakerfi enda varð hér stærsta bankakrí...

Bálki hlaðvarp: Spjall um yfirstandandi bankakrísu og rafmyntir

Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri Visku, fór í spjall hjá þeim Snæ Kristjánssyni og Tryggva Jakobssyni sem eru umsjónarmenn Bálka hlaðvarps. Spjallað var um yfirstandandi efnahagskrísu, Bitcoin, Ethereum og hvernig Viska Digital Assets varð til.