Sagan mín

Guðlaugur Steinarr Gíslason

Guðlaugur Steinarr Gíslason
Mynd eftir Viska Digital Assets

Fjárfestingastjóri - Stjórnarmaður - Meðstofnandi

Guðlaugur er einn af eigendum Visku Digital Assets ehf. og hefur yfir 15 ára reynslu af fjármálamörkuðum. Guðlaugur hefur sinnt fjárfestingum á rafmyntamörkuðum í fjölda ára og einnig fjárfest á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum. 

Áður starfaði Guðlaugur í markaðsviðskiptum í Arctica Finance, í eigin viðskiptum Exista hf og í fjárstýringu hjá Brim hf. Hann hefur auk þess að sinnt aukakennslu í Alþjóðafjármálum við Háskólann í Reykjavík. Guðlaugur hefur lokið M.Sc í fjármálahagfræði við Háskóla Íslands og prófi í verðbréfaviðskiptum. 

Guðlaugur mikill áhugamaður um alþjóðlega fjármálamarkaði, peningafræði og tækniþróun á því sviði. Þá hefur hann ritað greinar m.a. um fjárfestingar í rafmyntum. 

Nýlegar greinar

Sjóður BlackRock bætir Bitcoin við fjárfestingarheimildir

Stærsti eignastýringaraðili í heimi, BlackRock, hefur uppfært fjárfestingastefnu í sínum þekktasta fjárfestingasjóði sem hefur nú heimildir að fjárfesta í Bitcoin.

81% fagfjárfesta telja rafmyntir eiga heima í eignasöfnum samkvæmt Fidelity

Í október birtist glæný rannsókn Fidelity, eins stærsta eignastýringar- og vörsluaðila í heimi, um aðkomu stofnanafjárfesta á rafmyntum í eignasöfnum. Í rannsókninni bar hæst að 81% svarenda töldu rafmyntir eiga að vera hluti af eignasöfnum (hlutfall...

Ethereum hækkar 16,5% á tveimur dögum

Nú eru liðnar um 6 vikur frá Ethereum uppfærslunni og fram að þessu hefur nýmyndun verið mun minni en gert var ráð fyrir. Núna í lok október hafa orðið til um 1.200 nýjar einingar (1,8M usd) í Ethereum kerfinu en hefði ella orðið til yfir 500.000 ein...

Seðlabankar heimsins í kröppum dansi

September er búinn að skrá nafn sitt í sögubækurnar á fjármálamörkuðum. Á aðeins örfáum dögum hafa tveir af stærstu seðlabönkum heimsins gripið inn í markaði til að bregðast við miklum óróa sem nú ríkir. Miklar hreyfingar hafa verið á gjaldeyrismörku...

Ethereum uppfærslan – Einn stærsti atburður í sögu rafmynta

Stærsti viðburður í rafmyntaheiminum til marga ára mun eiga sér stað í nótt. Um er að ræða uppfærsluna á Ethereum þegar kerfið undirgengst breytingu á færslustaðfestingu með því að færa sig úr sannreyningu með vinnu (e. Proof of Work) yfir í sannreyn...

Rafmyntamarkaðurinn ræddur í Fjármálakastinu

Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri Visku, fór í viðtal í hlaðvarpsþættinum Fjármálakastið. Daði ræddi um rafmyntir og vegferð hans inn í þennan áhugaverða heim sem leiddi til stofnunar Visku Digital Assets.