Um mig

Guðlaugur Steinarr Gíslason

Guðlaugur Steinarr Gíslason
Mynd eftir Viska Digital Assets

Fjárfestingastjóri - Meðstofnandi

Guðlaugur er einn af eigendum Visku Digital Assets ehf. og hefur yfir 15 ára reynslu af fjármálamörkuðum. Guðlaugur hefur sinnt fjárfestingum á rafmyntamörkuðum í fjölda ára og einnig fjárfest á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum. 

Áður starfaði Guðlaugur í markaðsviðskiptum í Arctica Finance, í eigin viðskiptum Exista hf og í fjárstýringu hjá Brim hf. Hann hefur auk þess að sinnt aukakennslu í Alþjóðafjármálum við Háskólann í Reykjavík. Guðlaugur hefur lokið M.Sc í fjármálahagfræði við Háskóla Íslands og prófi í verðbréfaviðskiptum. 

Guðlaugur mikill áhugamaður um alþjóðlega fjármálamarkaði, peningafræði og tækniþróun á því sviði. Þá hefur hann ritað greinar m.a. um fjárfestingar í rafmyntum. 

Nýlegar greinar

Meirihluti býður upp á þjónustu á sviði rafmynta

Undanfarið hafa stærstu aðilar í eignastýringu á heimsvísu verið að stíga stór skref inn í rafmyntageirann. Nú er svo komið að meirihluti 20 stærstu eignastýringaraðila í heiminum er með einhverskonar þjónustu á sviði rafmynta. Undir þetta fellur t.d...

Nomura stofnar Bitcoin sjóð fyrir stofnanafjárfesta

Japanska fjármálafyrirtækið Nomura stofnaði nýtt félag utan um rafmyntastarfsemi í fyrra og hefur nú sett á laggirnar nýjan sjóð sem fjárfestir í Bitcoin og verður markaðssettur fyrir stofnanafjárfesta.

VISA opnar á stuðning fyrir uppgjör á Solana

VISA tilkynnti í síðustu viku um samstarf við bálkakeðjuna Solana og munu viðskiptavinir og þjónustuaðilar VISA geta fengi uppgjör sín greidd í USDC á Solana bálkakeðjunni (USDC er stöðuleika-rafmynt sem fylgir gengi bandaríkjadollars). Áður hafði VI...

Daði fjallar um rafmyntir í hlaðvarpi Pyngjunnar

Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri Visku, fór í spjall til þeirra Arnars Þórs Ólafssonar og Ingva Þórs Georgssonar sem eru umsjónarmenn hlaðvarpsins Pyngjan. Þar ræddi Daði m.a. um feril sinn á fjármálamarkaði sem hófst árið 2007 og áhuga sinn á raf...

BlackRock sækir um að stofna Bitcoin ETF

Einn stærsti eignastýringaraðili heims, BlackRock, hefur sent umsókn til verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna (SEC) um stofnun á nýjum kauphallarsjóði (ETF) sem fjárfestir í Bitcoin. Tilkoma ETF kauphallarsjóðs í Bandaríkjunum sem fjárfestir beint í Bitc...

Skuldaþakið og áhrif á markaði

Mikil umræða hefur átt sér stað um skuldaþak bandaríska ríkisins en skuldaþakið er sú upphæð sem bandaríska ríkið má skulda lögum samkvæmt. Nú er hins vegar staðan sú að ekki er hægt að gefa út frekari skuldir þar sem ríkið er komið í upp í skuldaþak...