Um mig

Gunnlaugur Jónsson

Gunnlaugur Jónsson
Mynd eftir Viska Digital Assets

Meðstofnandi

Gunnlaugur er einn af eigendum Visku Digital Assets ehf og hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 1997.

Hann er stofnandi Fjártækniklasann, samfélags um þróun tækni í fjármálum á Ísland þar sem hann er jafnframt framkvæmdastjóri, en áður stýrði Gunnlaugur nýsköpunarfyrirtækinu Fronkensteen. 

Gunnlaugur var einn af stofnendum olíuleitarfélagsins Eykon Energy frá árinu 2012 til 2017. Gunnlaugur stýrði fjárfestingarfélögunum Straumborg og Lindir Resources á árunum 2005 til 2013.

Hann rak GJ Fjármálaráðgjöf frá árinu 2001, sem veitti fjárfestinga- og efnahagsráðgjöf til fjárfesta, fyrirtækja, lífeyrissjóða og stofnana, samhliða því að vera einn af stofnendum sjóðsins Ansuz Investments.

Þar á undan vann Gunnlaugur við hjaldeyrismiðlun- og stöðutöku hjá FBA og svo Íslandsbanka-FBA á tímabilinu 1999-2001

Gunnlaugur er með B.Sc. gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.